Blómahornið blómaskreytingarþjónusta
Blómahornið er lítið blómaverkstæði og blómaskreytingarþjónsta, staðsett á Ísafirði og þjónustar Ísafjarðarbæ og nágrenni.
Allar blómaskreytingar Blómahornsins eru sem umhverfisvænastar og blómin sérpöntuð fyrir þig eða tínd í íslenskri náttúru.
Hjá Blómahorninu getur þú fengið skreytingar fyrir allskyns viðburði, skráð þig eða þitt fyrirtæki í mánaðarlega áskrift eða sótt ýmiss námskeið í blómaskreytingum.
Umhirða afskorinna blóma
Til þess að blómin þín endist sem lengst:
- Þrífa vasa vel með uppþvottalegi
- Setja nýtt, volgt vatn upp að hálfum stilk blómanna og blanda blómanæringu við
- Skáskera/klippa blómastöngla og fjarlægja öll laufblöð sem færu undir vatnslínu
- Endurtaka ferlið annann hvern dag
Athuga:
-Afskorin blóm vilja ekki vera í sól eða hita, í dragsúg eða við hliðina á ávöxtum.
-Almennur kælihiti á blómum er 2-8°C með undantekningum.
-Laukblóm þurfa almennt litla sem enga næringu og kaldara vatn, t.d. túlípanar og hýasintur.